Við trúum því að einfaldleiki,

skilvirkni og góð yfirsýn séu lykilatriði í góðri fjármálastjórnun.

Það er í mörg horn að líta við stofnun, uppbyggingu og rekstur á öflugu fyrirtæki.

Við fylgjum þér í gegnum allt ferðalagið og sníðum þjónustuna eftir þínum þörfum hverju sinni.

Markmiðadrifin nálgun

Framúrskarandi fyrirtæki hafa skýran tilgang og markmið, vel skilgreindar árangursmælingar og stunda virka vöktun og greiningu á helstu kennitölum / lykiltölum rekstarins. Þess vegna leggjum við áherslu á að skilja og skerpa á markmiðum okkar viðskiptavina, velja réttu mælikvarðana og halda gögnum ávallt uppfærðum.

Við hjálpum þér að skerpa á markmiðum, skilgreina árangursmælingar og vakta lykiltölur rekstrarins á einföldu mælaborði. Við nýtum netþjónustur og snjallar lausnir til að gera ferla sjálfvirka og gefa þér góða yfirsýn.

Við sjáum um allt þetta hefðbundna tengt bókhaldinu og fjármálunum, en við gerum meira en bara það

Bókarinn

Sjáum um bókhaldið, launaútreikninga og skattskilin frá A til Ö. Leggjum áherslu á að þú hafir góða yfirsýn yfir fjármálin án þess að eyða óþarfa tíma í pappírsvinnu.

Skýrt og rétt bókhald er grunnurinn að farsælum rekstri.

Fjármálastjórinn

Sinnum alhliða fjármálastjórnun svo sem áætlanagerð, undirbúningi fyrir aukna fjármögnun, skýrslugerð og samskiptum við stjórn, hluthafa, bankann, styrktarsjóði og aðra hagsmunaaðila, utanumhaldi með samningum, greiðslu reikninga, innheimtu tekna og fleira. Komum einnig að rekstarlegri stefnumótun og stjórnun eftir þörfum.

Markþjálfinn

Hjálpum þér að setja skýr rekstrarleg markmið, leikáætlun til að ná þeim markmiðum og kerfi til að mæla árangurinn. Vinnum með þér að endurskipulagningu á rekstrinum og fjármálunum, einföldun á verkferlum, auknum afköstum og betri yfirsýn.

Hentar vel þeim sem vilja markvissan rekstur, skýr markmið og aukna skilvirkni.

Önnur þjónusta

Styrktarumsóknir  – Gerð viðskiptaáætlana – Stofnun fyrirtækja – Stefnumótunarvinna

 

Panta fund með ráðgjafa

Við viljum gjarnan hittast og fara betur yfir hvernig þjónustan gæti einfaldað þér lífið og gefið betri yfirsýn yfir reksturinn.

Segðu okkur smávegis frá þínum rekstri og sendu okkur tillögu að dagsetningu, annað hvort með forminu hér til hliðar eða pósti á hallo@fylgi.is  Við svörum þér um hæl.

Fylgi ehf.   kt. 520504-2490